Umsókn lögð inn i AUGAÐ

SÍA auglýsti nú á dögunum umsóknir í verkefnið þeirra sem kallast AUGAÐ. Afstaða hefur lagt inn umsókn og vonast er til að umsóknin verður samþykkt. Tilgangurinn með umsókninni er að reyna að koma af stað umfjöllun um fangelsismál á Íslandi og forvarnir gegn afbrotum og vímuefnaneyslu.

 Í fangelsum landsins búa fangar yfir víðtækri þekkingu og reynslu af afbrotum og fíkniefnum. Hugmyndin er sú að fanga taki sig saman og sporni við þessari þróun í samfélaginu.

 Það er ekkert cool eða flott við það að vera í afbrotum og enda kannski á Litla - Hrauni, fjarverandi frá sínum nánustu. Eins og einn fangi sagði: "Dóttir mín sagði sitt fyrsta orð í dag". En hann var ekki viðstaddur, né þegar hún fer að ganga. Erum við til í að forna þessu öllu fyrir heimskuleg verk á borð við vímuefnaneyslu eða önnur afbrot?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband