timamot.is ný síða á Netinu

AFSTAÐA - félag fanga hefur opnað vefsíðu á slóðinni http://www.timamot.is endilega lítið inn og komið með skoðanir um uppbyggingu og efni á síðunni.

Umsókn lögð inn i AUGAÐ

SÍA auglýsti nú á dögunum umsóknir í verkefnið þeirra sem kallast AUGAÐ. Afstaða hefur lagt inn umsókn og vonast er til að umsóknin verður samþykkt. Tilgangurinn með umsókninni er að reyna að koma af stað umfjöllun um fangelsismál á Íslandi og forvarnir gegn afbrotum og vímuefnaneyslu.

 Í fangelsum landsins búa fangar yfir víðtækri þekkingu og reynslu af afbrotum og fíkniefnum. Hugmyndin er sú að fanga taki sig saman og sporni við þessari þróun í samfélaginu.

 Það er ekkert cool eða flott við það að vera í afbrotum og enda kannski á Litla - Hrauni, fjarverandi frá sínum nánustu. Eins og einn fangi sagði: "Dóttir mín sagði sitt fyrsta orð í dag". En hann var ekki viðstaddur, né þegar hún fer að ganga. Erum við til í að forna þessu öllu fyrir heimskuleg verk á borð við vímuefnaneyslu eða önnur afbrot?


Vona að stjórnarsáttmálinn standist

Vona að þessi ríkisstjórn hlúi að föngum þessa lands og hjálpi þeim, þannig að fangavistin verði betrun, ekki bara geymslustaður. Það hlítur að vera hagur allra.
mbl.is Þingmenn ganga til kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur með félagsmálaráðherra

Stjórnarmaður í AFSTÖÐU átti fund með félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur nú fyrr í dag. Farið var yfir þá þætti sem ASFTAÐA stendur fyrir og hvaða markmiðum er farið eftir. Jóhanna var mjög áhugasöm um fangelsismál og spurði mikilvægra spurninga. Rætt var um þá hugmynd að ráðuneyti hennar kæmi inn í fangelsismálin, þar sem fangar heru félagslegt mein á samfélaginu. Hugmyndin var sú að ráðuneytið kæmi inn í t.d. meðferðar- og vistunaráætlun fanga, en henni hefur ekki verið framfyllt, en ný lög tóku gildi í maí 2005. Ráðherra talaði um að þarna þyrfti að skerpa á vinnureglum. 

 Rætt var einnig um þann mikilvæga þátt að fæelagsmálaráðuneytið kæmi að einhverju leiti inn í aðstoð við fanga, þannig að fangavist væri betrun ekki geymslustaður. Einnig þá hugmynd að eitthvað væri sett á lagginar til að aðstoða aðstandendur gerenda, þ.e. fanga, en þau eru oft í sárum og fjölskyldur sundur tættar eftir slíkt áfall sem fangavist og brotið sjálft er.


TÍmamót - fréttablað fanga komið út

AFSTAÐA hefur gefið út nýtt tölublað af TÍMAMÓTUM. Farið er um víðan völl í fangelsismálum í blaðinu og tekið á álitamálum, t.d. hvað varðar brunavarnir á Litla - Hrauni. 

 

Óskir þú eftir afriti í tölvupósti af TÍMAMÓTUM getur þú sett þig á póstlista, hér að neðan í athugasemdum.

 

Kveðja,

ritstjóri 


AFSTAÐA félag fanga á Netinu

Hugmynd hefur verið uppi hjá stjórn AFSTÖÐU að opna heimasíðu með markmiðum félagsins og hvað helst er á döfunni. Eftir að hafa skoðað þann möguleika var blogg-síða fyrir valinu. Við reynum að halda síðunni vakandi og vonumst til að við komum til með að geta það með aðstoð ykkar, f.v. fanga, aðstandenda og ykkar sem málefni fanga varðar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband